Hjá okkur færðu meira en hefðbundna
bókhalds- og reikningsskilaþjónustu

Öll sú þjónusta sem þú fengir ef þú værir með fjármálastjóra og fjármáladeild
-
Nema á smærri skala

Mynd af Erlu Símonardóttur

Um okkur

Erla Símonardóttir er stofnandi Quarter og aðaltengiliður allra viðskiptavina. Hún er með meistaragráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands og hefur tólf ára reynslu frá Deloitte, Kaupþingi og Búseta þar sem hún fékkst við ýmis flókin verkefni og fjármálastjórn.

Photo of our office building at Kringlan 1, Reykjavik

Miðsvæðis

Quarter er til húsa miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu í Kringlunni 1. Næg bílastæði!

Bókaðu kynningarfund

Hafðu samband hér að neðan og við kíkjum á þig eða þú til okkar til að fara yfir þínar þarfir.

Fáðu fréttir og námskeið

Reglulega höldum við ókeypis námskeið og ráðgafartíma á netinu og sendum út fréttabréf með efni fyrir lítil en ört vaxandi fyrirtæki. Skráðu þig á póstlistann ef þú vilt fá fréttirnar og vita af námskeiðum.

Þjónusta í boði

Markmið okkar er að vera "one stop shop" varðandi allt sem viðkemur fjármálum lítilla, ört vaxandi fyrirtækja, og létta af herðum stjórnenda slíkra fyrirtækja eins miklu veseni og hægt er.

Þar af leiðir að þú getur beðið um næstum hvaða þjónustu sem er á fjármálasviði, sem dæmi:

  • Bókhald
  • Reikningsskil
  • Áætlanagerð
  • Greiningar
  • Val á fjárhagskerfum og uppsetning þeirra
  • Tenging við kassakerfi
  • Tiltekt í eldra bókhaldi
  • Ráðgjöf um fjármögnun, útboð o.fl.
  • Samskipti við fjármálastofnanir

Endilega hafðu samband hér að neðan og við finnum útúr því saman hvernig við getum leyst málin fyrir þig.